Heildarvelta á markaði í dag nam 8,5 milljörðum króna þar af nam velta skuldabréfa 2,7 milljörðum. Tæplega 1,8 milljarða velta var á bréfum Icelandair í dag.

Mikið var um lækkanir á markaði í dag Hagar lækkuðu mest, eða um 1,38%. Vís lækkaði um 1,05%, Össur um 1,02%, Eimskip um 0,94%, HB Grandi um 0,71%, TM um 0,52%,  og loks lækkaði Marel um 0,27%.

Einungis tvö fyrirtæki hækkuðu á markaði í dag, N1 hækkaði mest eða um 1,8% og Icelandair hækkaði um 0,84%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,12% í dag og var lokagildi hennar 1.447,39 stig. Hún hefur hækkað um 10,41% á árinu. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 5,6 milljarðaa viðskiptum.