Nýafstaðið útboð sýnir að það er áhugi á félaginu, sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf í félaginu í morgun.

Það var, venju samkvæmt, mikil hátíðarstund þegar viðskiptin hófust að viðstöddum starfsmönnum Kauphallarinnar, starfsmanna N1 og starfsmanna Arion banka og Íslandsbanka sem sáu um útboð og undirbúning að skráningu.

Páll Harðarson sagði, í ræðu sem hann hélt, að N1 væri sjöunda félagið sem skráð er í Kauphöllina á tveimur árum. Samanlagt markaðsvirði þeirra félaga væri 200 milljarðar króna.

Nú klukkan 10, þegar tæpur hálftími er liðinn frá því að opnað var fyrir viðskipti með bréf N1, hafa þegar farið fram viðskipti fyrir 289 milljónir króna.