Tekjutapið sem Vaðlaheiðargöng verða fyrir vegna þess að opnun ganganna tefst um rúmlega eitt ár nemur 400-500 milljónum króna miðað við upprunalega viðskiptaáætlun ganganna. Þetta segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.

Í viðskiptaáætlun Vaðlaheiðarganga er gert ráð fyrir að 1.200 bílar aki um göngin að með­altali á sólarhring og að með­alveggjald sé 980 krónur. Í fyrra óku að meðaltali um 1.350 bílar um Víkurskarð á sólarhring en Vaðlaheiðargöngum er ætlað að leysa þann veg af hólmi.

Eins og er meðal annars bent á í greinargerð IFS Greiningar um framkvæmdina frá árinu 2012 er talsverð óvissa um hversu stór hluti vegfarenda mun kjósa að nýta sér göngin. Valgeir bendir á að ef umferð um Vaðlaheið­argöng reynist meiri en spáð er í viðskiptaáætlun muni tekjutapið af töfunum í raun verða meira.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .