Öll tilboð frá stærri einstaklingsfjárfestum og einkahlutafélögum sem lögðu fram tilboð í tilboðsbók B, yfir 75 milljónum króna, í útboði Íslandsbanka voru takmörkuð við eina milljón króna. Tilboð undir einni milljón voru ekki skert. Markaðurinn greinir frá.

Tilboð frá lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og verðbréfasjóðum voru einnig skert en ekki þó ekki jafn mikið og hjá einkafjárfestum og einkahlutafélögum.

Þá er greint frá því að utanþingsviðskipti með hlutabréfin hafi hlaupið á hundrum milljónum króna. Útboðsgengi bréfanna nam 79 krónum en utanþingsviðskipti með bréfin nam yfir 90 krónum sem er um 15% hærra en útboðsgengið.

Sjá einnig: 486 milljarða áskriftir í útboðinu

Í heildina voru seldir ríflega 636 milljónir hluta að nafnvirði en heildarandsöluvirði útboðsins nam 55,3 milljörður, að því gefnu að valréttir til að mæta umframeftirspurn verði nýttir. Heildarvirði tilboða í bankann nam 486 milljörðum króna og eftirspurnin því níföld.