Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Augsburg í Þýskalandi, hefur lagt sig fram við að læra tungumálin í þeim löndum hann hefur leikið í. Alfreð leikur nú knattspyrnu í sjötta landinu á sjö árum í atvinnumennsku.

Hann segist tala fimm tungumál – íslensku, ensku, hollensku, þýsku og spænsku – og skilja sænsku og ítölsku. Hann lagði hins vegar ekki í að læra grísku meðan á dvölinni í Grikklandi stóð. „Ég tók einn tíma í grísku en sá það fljótt að það yrði mjög erfitt. Ég var á lánssamningi þar þannig að ég tók ákvörðun að láta hana eiga sig.“ Alfreð segir tungumálanám að miklu leyti snúast um hugarfar. „Ég held að þetta fari mest eftir því hversu mikið þú vilt leggja á þig og hversu mikið þú vilt læra tungumálið. Ég held að það sé alveg mögulegt að læra tungumál á fjórum til sex mánuðum þannig að þú náir grunninum svo þú getir reddað þér dags daglega.”

Nánar er fjallað um málið í Áramótum , sérriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .