Gengi hlutabréfa N1 lækkaði um 10,87% í 317 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Lækkunin skýrist að nær öllu leyti á að í dag var arðleysisdagur hjá N1 . Á sama tíma féll gengi bréfa Icelandair Group um 3,09% auk þess sem gengi bréfa Marel lækkaði um 0,47%.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa VÍS um 2,22%, Vodafone um 0,81%, Regins um 0,61%, Haga um 0,36% og TM um 0,34%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,9% í dag og endaði hún í 1.148 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam 1.338 milljónum króna.