deCODE tilkynnti í gær að tap fyrirtækisins á síðasta ári hafi numið 62,8 milljónum dollara en tap ársins 2004 var 57,3 milljónir dollara og er tapið aðeins meira en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir, segir greiningardeild Landsbankans.

Tap á síðasta ársfjórðungi 2005 var 21,1 milljónum dollara samanborið við 19,4 milljónir dollara á sama tímabili 2004.

Meginástæða aukins taps er að lagt er meiri í rannsóknar- og þróunarstarfi fyrirtækisins en aukning þessa liðs milli ára var 18,8 milljónir dollara.

Tekjur deCODE árið 2005 reyndust 44,0 milljónir dollara. Það var 4,5% hækkun milli ára, þrátt fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi 2005 hafi verið 12,4% lægri en á síðasta ársfjórðungi 2004.