*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 4. desember 2007 09:45

Tap Flögu minnkar milli ára

Ritstjórn

Flaga Group tapaði 30 þúsund dollurum á þriðja ársfjórðungi, samanborið við tap upp á 103 þúsund dollara á sama tímabili fyrir ári. Tekjur námu 7,9 dollurum milljónum á þriðja ársfjórðungi sem er 5,4% aukning miðað við sama tímabil fyrra árs.

Veltufé frá rekstri var neikvætt um 306 þúsund dollara fyrstu sex mánuði ársins samanborið við neikvætt veltufé um USD 648 þúsund árið á undan.

Heimild Viðskiptablaðið.