Velta Truenorth dróst saman um 70-80% milli áranna 2017 og 2016 að sögn Leifs B. Dagfinnssonar, stjórnarformanns kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins.

Hann segir sterkt gengi krónunnar gera félaginu erfitt fyrir líkt og hjá öðrum útflutningsfyrirtækjum. Félagið hafi meðal annars brugðist við með opnun skrifstofu í Noregi.

Hagnaður Truenorth fyrir skatt árið 2016 nam 109 milljónum króna en félagið var rekið með 38 milljóna króna tapi fyrir skatt árið 2017. Taka verði með í reikninginn að 2016 hafi verið metár hjá fyrirtækinu að sögn Leifs.