Hönnunarmiðstöð Íslands tapaði tæpum 430 þúsund krónum á árinu 2010 en samtals námu tekjur félagsins tæpri 31 milljón. Gert er ráð fyrir að árið 2011 verði tekjurnar 38,5 milljónir þar sem nánast alla aukninguna má rekja til aukinna styrkja og ófyrirséðra tekna. Rekstrarkostnaður miðstöðvarinnar var rúmar 3 milljónir króna og er langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn laun og launatengd gjöld. Árið 2010 í tölum var mjög svipað árinu 2009 þegar kemur að fjölda sýninga, félagsmanna, sýninga, fyrirlestrum og gestum á fyrirlestrum. Eina markverða aukningin er tvöföldun á gestum á Hönnunarmars sem fór úr 10 þúsund árið 2009 í 20 þúsund árið 2010.