Bókfært virði skuldabréfa Íbúðalánasjóðs í reikningi sjóðsins er töluvert lægra en núvirði bréfanna. Að teknu tilliti til óverðtryggða vaxtaferilsins er tap Íbúðalánasjóðs 228 milljörðum króna meira en fram kemur í reikningum hans. Er þetta meðal þess sem fram kemur í grein þeirra Jóns Schevings Thorsteinssonar og Sigurðar Berntssonar sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag .

Töluvert hefur verið skrifað um rekstrarvanda Íbúðalánasjóðs, en nálgun Jóns og Sigurðar er frábrugðin að því leyti að þeir beina sjónum sínum að skuldahlið og vaxtaáhættu . Uppgreiðsluáhættan kemur til vegna þess að lán sem sjóðurinn veitir íbúðaeigendum er mörg hægt að greiða upp, en sjóðurinn sjálfur getur ekki kallað inn eða greitt upp skuldabréf sem hann hefur gefið út. Þetta veldur misræmi á skuldbindingum hans og markaðsvöxtum.

Þegar lán eru greidd upp situr sjóðurinn uppi með fé sem hann á erfitt með að ná jafngóðri ávöxtun á og nemur útgreiðslum hans til skuldabréfaeigenda. Til að jafnvægi náist þarf sjóðurinn að geta ávaxtað fé sitt þannig að hann eigi fyrir útgreiðslum, en núverandi markaðsvextir bjóða ekki upp á slíkt.

Jón og Sigurður benda á að vissulega geti markaðsvextir hækkað, veðbólga minnkað og dregið getur saman með verðtryggða og óverðtryggða vaxtaferlinu sem myndi minnka tapið. Allt sé þó óvissu háð.

Lesa má grein þeirra Jóns og Sigurðar hér.