Morgan Stanley (MS) birti í dag uppgjör fyrir fjórða fjórðung reikningsársins sem lauk 30. nóvember síðastliðinn. MS tapaði 3,56 milljörðum Bandaríkjadölum á fjórðungnum og er það fyrsta tap bankans frá því að hann var skráður á markað árið 1986.

Í Vegvísi Landsbankans segir tapið komi í kjölfar afskrifta á fjárfestingum tengdum húsnæðislánum. Greiningaraðilar spáðu 0,39 USD tapi á hlut. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður MS 1,98 mö.USD. Fjárfestar virðast þó hafa tekið vel í uppgjörið en gengi félagsins hefur hækkað í viðskiptum dagsins.

Forstjóri MS, John Mack, segist ætla að sleppa árlegum bónus sínum vegna þessarar niðurstöðu en afkoman veldur honum miklum vonbrigðum, að því sem kemur fram í Vegvísi Landsbankans.