Á milli 27 október og 2. nóvember voru 22% af öllum plötum sem seldust í Bandaríkjunum eintök af nýjustu plötu Taylor Swift, „1989“. Þannig er hún fyrsti listamaðurinn á árinu sem nær svokallaðir platínusölu en enginn listamaður hefur selt jafn margar plötur síðan árið 2002.

„Sérfræðingar spáðu því að 650.000 eintök af „1989“ myndu seljast. Þið fóruð og keyptuð 1.287.000 plötur,“ sagði söngkonan vinsæla á Twitter í gær en um 5,8 milljónir platna seldust alls í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Nýlega greindi streymiþjónustan vinsæla Spotify frá því að öll tónlist Taylor Swift yrði fjarlægð að hennar ósk en ákvörðunin er talin lýsandi dæmi um stormasamt umhverfi tónlistarmarkaðarins um þessar mundir.

Nánar er fjallað um sviptingar í tónlistarsölu í nýjasta hefti Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .