Breski fjárfestirinn Robert Tchenguiz er aftur farinn að stunda viðskipti á fasteignamarkaði. Robert Tchenguiz sat um tíma í stjórn Existu, stærsta einstaka eiganda Kaupþings fyrir hrun. Tchenguiz var stærsti einstaki skuldarinn í íslenska bankakerfinu fyrir hrun, samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Fjallað er um endurkomu Tchenguiz á vef Financial Times.

Tchenguiz fer fyrir hópi fjárfesta frá Abu Dhabi sem hyggja á kaup á höfuðstöðvum spænska bankans Santander í Madríd fyrir 2,3 milljarða punda. Segir að fjárfestarnir hafi samþykkt að taka yfir um 200 milljóna punda skuld við kaupin.

Frétt Financial Times .