Skákmaraþon Hróksins hófst í Hörpu í morgun. Maraþonið er haldið til styrktar Fatimusjóðs og Unicef á Íslandi í þágu menntunar fyrir sýrlensk flóttabörn.

Hrafn Jökulsson mun tefla við áskorendur í dag og á morgun. Taflmennskan hefst klukkan 9 til stendur til miðnættis hvorn dag. Hver skák mun taka í mesta lagi 10 mínútur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað komu sína. Fulltrúar Fatimusjóðs og Unicef taka við framlögum sem munu renna óskert í söfnunina. Einnig er hægt að senda sms og gefið þannig sýrlensku flóttabarni pakka af skólagögnum með hjálp Unicef.