*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 24. október 2015 08:50

Tekjuaukning hjá Eykt

Heildarniðurstaða ársins var jákvæð um 46 milljónir, en félagið tekjufærði skuldaleiðréttingu upp á 100 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rekstrartekjur Eyktar jukust um 42% í fyrra og námu 4.078 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.Rekstrartap jókst úr 17 milljónum í 62 milljónir. Heildarniðurstaða ársins var jákvæð um 46 milljónir, en félagið tekjufærði skuldaleiðréttingu upp á 100 milljónir.

Eigið fé var 154 milljónir í lok árs og eignir 950 milljónir. Eiginfjárhlutfall var 16,2% og jókst um 3,4 prósentustig. Pétur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Eyktar.

Stikkorð: Eykt Pétur Guðmundsson