Árleg velta kvikmyndaiðnaðar á Íslandi er 10,5 milljarðar og skapar 750 ársverk. Tekjur vegna erlendra ferðamanna sem velja Ísland vegna áhrifa kvikmynda eru 2,3 milljarðar en samkvæmt könnunum koma um 10-14% ferðamanna til Íslands vegna efnis í sjónvarpi, útvarpi eða vegna íslenskra bókmennta og kvikmynda.

Samtals eru skatttekjur ríkisins vegna kvikmynda um fjórir milljarðar á ári en endurgreiðslur nema 640 milljónum á ári. Þannig er ávinningur ríkisins vegna kvikmynda 3,4 milljarðar. Þetta kemur fram í nýrri bók um hagræn áhrif kvikmyndalistar eftir Ágúst Einarsson.

Bíódagar poster
Bíódagar poster
© Aðsend mynd (AÐSEND)