Tekjur bresku lúxusfatakeðjunnar Burberry jukust um 21% á fjórða ársfjórðungi frá sama tíma í fyrra. Í frétt BBC kemur fram að vöxturinn komi aðallega frá Kína, en einnig hafi fyrirtækið aukið sölu í S-Ameríku. Heildartekjur námu 574 milljónum punda, andvirði um 110 milljarða króna og var aukningin í kínverskum verslunum um 30% milli ára.

Í nóvember greindi fyrirtækið frá því að hagnaður á fyrstu sex mánuðum síðasta árs hefði aukist um 23% frá sama tíma árið 2010.