Rekstrartekjur Félagsbústaða hf. námu tæpum 2 milljörðum á fyrri helmingi ársins og jukust um 12% milli ára. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 879 milljónum, matshækkun fjárfestingaeigna nam rúmum 1,5 milljörðum, og hagnaður félagsins tæpum 1,4 milljörðum.

Virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins nam rétt tæpum 80 milljörðum, og eigið fé 41,6 milljarði, sem gerir 51,9% eiginfjárhlutfall.

Tekjuaukninguna má fyrst og fremst rekja til 5% hækkunar leiguverðs sem tók gildi 1. ágúst í fyrra, og stækkunar eignasafns félagsins. Rekstur og viðhald eigna eru sögð hækka í takt við stækkun og verðlag.