Ársfjórðungstekjur Goldman Sachs hækkuðu um 78% sem er langt fram úr væntingum. Hækkuðu tekjur af hrávöru og gjaldeyrisviðskiptum um 20% í 1,93 milljarða Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, meðan heildartekjur af viðskiptum hækkuðu um 2% í 3,68 milljarða dala.

Heildarútgjöld af starfssemi Goldman Sach minnkuðu jafnframt um 25,5% í 5,47 milljarða Bandaríkjadali. En einnig drógust tekjur saman af fjárfestingarbankastarfssemi, um 11%, niður í 1,79 milljarð dala.

Heildarafkoma sem venjulegir hluthafar geta vænst að fá hækkaði í 1,63 milljarð dala, sem er 3,72 dali á hvern hluta, en það er hækkun frá 916 milljón dölum, eða 1,98 dali á hlut, frá því fyrir ári, en þá þurfti fyrirtækið að setja til hliðar 1,45 milljarða dali vegna lögfræðilegra álitamála.