Tekjur nýherja á fyrri árshelmingi jukust um 16% milli ára. Nýherji kynnti í dag uppgjör annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings 2015. Heildarhagnaður nam 69 mkr á öðrum ársfjórðungi og 111 mkr á fyrri árshelmingi.

„Við erum sátt við rekstur Nýherja og dótturfélaga á öðrum fjórðungi og það sem af er ári.  Afkoma samstæðunnar á fyrri helmingi árs er yfir áætlunum og betri en á sama tímabili í fyrra. Það er ánægjulegt að sjá verulegan tekjuvöxt á milli ára, bæði í vöru- og þjónustusölu innanlands og hjá TEMPO, þar sem erlendar tekjur halda áfram að aukast hratt,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja í tilkynningu frá félaginu.

Hann segir að hundruð nýrra viðskiptavina hafi bæst í ört stækkandi hóp á fjórðungnum, en í ljósi aukinna umsvifa sé gert ráð fyrir að að starfsfólki TEMPO fjölgi umtalsvert á árinu. „Til að styðja við frekari vöruþróun, tengslauppbyggingu og markaðsstarf erlendis, verður allt að fjórðungshlutur í TEMPO settur í söluferli í lok þriðja ársfjórðungs. Góður gangur er svo í rekstri annarra dótturfélaga Nýherja, sérstaklega í sölu á nýjum og spennandi mannauðs- og launalausnum frá Applicon á Íslandi og bankalausnum hjá Applicon í Svíþjóð.“

Hér má lesa uppgjörið í heild sinni.