Telekom Austria og serbneska símafyrirtækið Telekom Srbija hafa gert kauptilbið í Telekom Srspke, sem er annað stærsta símafyrirtækið í Bosníu, samkæmt upplýsingum frá einkavæðingarnefnd Serbíu, en fyrirtækið er staðsett í þeim hluta Bosníu sem stjórnað er af Serbíu.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, óskaði eftir tilboðsupplýsingum um Telekom Srpske en ákvað að gera ekki formlegt tilboð í félagið. Einungis tvö tilboð bárust einkavæðingarnefndinni, en ellefu fyrirtækið óskuðu eftir tilboðsgögnum.

Félög í eigu Björgólfs Thors innleystu á föstudaginn síðastliðinn um 80 milljarða króna af sölu tékkneska fjarskipta- og símafyrirtækisins Ceske Radiokomunikace (CRa), en meðtalin er aðgreiðsla til fyrrverandi hluthafa CRa, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Novator hefur fjárfest víðar í fjarskipta- og símafyrirtækjum í Mið- og Austur-Evrópu, en félagið á hluti í gríska internetfyrirtækinu Forhtnet, pólska símafyrirtækinu Netia og farsímaarminum P4. Novator er einnig stærsti hluthafinn í finnska símafyrirtækinu Elisa.