Greiningardeild KB banka telur að kaflaskil hafa orðið á fasteignamarkaði en verulega hefur dregið úr spennu á markaðnum. Greiningardeildin gerir ráð fyrir óverulegri hækkun fasteignaverðs en hins vegar hefur fjármagnskostnaðar hækkað í mánuðinum sem leiðir til hækkunar á fasteignalið vísitölunnar segir í tilefni greiningardeildarinnar.

Ástæða þess er að fasteignaliðnum er ætlað að endurspegla notagildi og rekstrarkostnað við húsnæðiseign.

Greiningardeild KB banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst en ef að spáin gengur eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 8,4% í 8,6%. Útsöluáhrif draga verulega úr hækkun vísitölunnar og er búist við að útsölur hafi um 0,3 til 0,4% áhrif á vísitölu neysluverðs til lækkunar.