Kevin Warsh, sem situr í stjórn bandaríska seðlabankans, telur að vandræði vogunarsjóða sem hafa tekið stöðu á fasteignalánamarkaði með láni til fólks með slæmt lánshæfismat, muni ekki hafa umsvifamikil áhrif á markaðnum. Þetta kom fram á fundi hans með fjármálanefnd bandarísku fulltrúardeildarinnar.

Vogunarsjóðir eins og Bear Sterns hafa lent í vandræðum að undanförnu vegna þeirra hræringa sem hafa átt sér stað á þeim markaði. Einnig kom fram í gær að fjármálayfirvöld í Bandaríkjunum telji að Bear Sterns muni takast að vinda ofan af stöðum sínum á fasteignalánamarkaðnum.