Samkvæmt könnun sem Bloomberg gerði meðal fjárfesta telja flestir að minnsta kosti eitt ríki yfirgefi evrusvæðið innan fimm ára og að bæði Írland og Grikklandi geti ekki greitt skuldir sínar.

Árlegur fundur Alþjóðaefnahagsráðsins hófst í Davos í dag. Segir í frétt Bloomberg að niðurstöður könnunarinnar sýni mikilvægi þess að stjórnvöld ríkjanna marki skýra stefnu um hernig bregðast skal við skuldavanda evruríkja.

59% aðspurðra telja að eitt eða fleira evruríki hætti að nota myntina fyrir árið 2016. Um 11% telja það gerast á næstu tólf mánuðum. Flestir sögðust treysta því að Spánn geti staðið við skuldir sínar en fjárfestar skiptust í tvo hópa þegar spurt var um stöðu Portúgals.