Greining Íslandsbanka segir einkaneyslu hafa dregist saman á milli ára í fyrra, hún aukist um 2,4% að raungildi samanborið við 2,7% árið 2011. Samdráttur er í flestum liðum einkaneyslunnar, þar af jókst kortavelta um 1,7% á milli ára í fyrra. Vöxturinn nam 4,6% á milli ára í hittifyrra.

Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínu í dag að framan af ári í fyrra hafi verið dágóður vöxtur í einkaneyslu í kortunum ef miðað væri við kortaveltutölur. Eftir því sem líða tók á árið tók hins vegar að draga úr kortanotkun var vöxturinn kominn niður í 0,3% á síðasta ársfjórðungi. Jafn lítill vöxtur kortaveltu einstaklinga hefur ekki sést innanlands frá því á þriðja ársfjórðungi árið 2010 eða þegar hagkerfið var að taka við sér að nýju eftir hrunið haustið 2008. Svo virðist sem stóru brandajólin í fyrra hafi ekki dugað til að keyra einkaneysluna upp, segir greiningin.

Hagstofan birtir bráðabirgðaniðurstöður um þróun einkaneyslu í fyrra í byrjun mars.