Fjárfestingafélagið General Atlantic hyggst kaupa 0,1% hlut í samskiptasíðunni Facebook en notendur síðunnar eru yfir 500 milljónir manna.

Fjárfestingafélagið metur heildarvirði síðunnar á 65 milljarða dala, tæplega 7.500 milljarða króna.  Þetta kemur fram á vef CNBC.

Samkvæmt þessu hefur verðmæti Facebook hækkað um 30% frá því í janúar þegar félagið safnaði 1,5 milljarði dala í nýju hlutfé. Meðal kaupenda þá var bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs.

Seljendurnir nú eru fyrrverandi starfsmenn síðunnar en kaupin eru ekki frágengin þar sem félagið þarf að samþykkja þau. Samningsaðilar vildu ekki tjá sig við CNBC þegar eftir því var leitað í gærkvöldi.

Facebook landakort
Facebook landakort
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)