Á hluthafafundi Atorku í gær var kynnt áætlun stjórnenda Promens sem gerir ráð fyrir að kostnaður vegna hagræðingaraðgerða muni skila sér í betri rekstri á um einu ári.

Hagræðingaraðgerðirnar eru langt á veg komnar og eru á áætlun, var sagt.

Starfsmönnum Atorku/ Promens fækkar úr 5.200 í 4.500 á þessu ári og hefur þá fækkað um 1.200 frá árinu 2007. Því var haldið fram að rekstur Promens hefði batnað verulega síðustu mánuðina samhliða bata á mörkuðum.

Það er mat stjórnenda Promens að fjárþörf félagsins til ársloka 2010 gæti numið um 15-20 milljónum evra vegna uppbyggingar og endurfjármögnunar.

Samkvæmt aðferð sem kynnt var á fundinum við verðmat á Promens vegna nauðasamningsfrumvarps verður hlutur Atorku í Promens metinn á 61,5 milljónir evra eða 11,2 milljarða króna