Fjárfestingar munu að öllum líkindum aukast árin 2014 og 2015 með tilkomu samnings Vodafone við Emerald Networks um notkun á nýjum sæstreng. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, kynnti uppgjör fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung í morgun.

Hagnaður Vodafone nam 207 milljónum á fjórðungnum sem er 138% hækkun frá sama tímabili í fyrra. EBITDA, það er hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam 732 milljónum króna og jókst um 9% frá fyrra ári. Vodafone gerir ráð fyrir að EBITDA-hagnaður verði 2,75 til 2,9 milljarðar króna á árinu öllu og að fjárfestingar verði á bilinu 9,5-10,5% af tekjum ársins.