Síminn hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) þar sem þess er krafist að stofnunin hlutist til um að Gagnaveita Reykjavíkur birti á vefsvæði sínu ársreikninga sína, samstæðureikninga og sex mánaða árshlutareiknings.

„Á meðan ársreikningar Gagnaveitu Reykjavíkur eru ekki birtir er um brot á ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar að ræða sem varla verður við unað af hálfu stofnunarinnar,“ segir í erindi Símans.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Póst og fjarskiptastofnun nú að gera úttekt á hvernig fjárhagslegum aðskilnaði Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur hefur verið framfylgt og að því stefnt að henni ljúki fyrir lok fyrsta ársfjórðungs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .