Terra hefur gengið frá ráðningu á tveimur nýjum framkvæmdastjórum, þeim Guðmundi Páli Gíslasyni og Davíð Þór Jónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra.

Guðmundur Páll Gíslason er nýr framkvæmdarstjóri sölu og reksturs hjá Terra. Guðmundur Páll er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði einnig meistaranám í fjármálum fyrirtækja. Hann hefur starfað sem stjórnandi og rekstrarráðgjafi hérlendis og erlendis. Guðmundur hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, rekstrar- og innkaupastjóri hjá Högum og framkvæmdastjóri hjá breska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Guðmundur er fyrrum knattspyrnumaður og lék með Fram, HK og Breiðablik í úrvalsdeildinni í eina tíð.

Davíð Þór Jónsson er nýr framkvæmdarstjóri fjármála- og tæknisviðs Terra. Davíð Þór er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem fjármálastjóri hjá Borgun hf. frá 2005. Hann hefur einnig stýrt fjármálateymi dótturfélags Borgunar, B-Payment, sem hefur starfstöðvar í Ungverjalandi, setið í stjórn B-Payment Group og Aur app ehf. Davíð Þór  er fyrrum körfuboltamaður og spilaði með Keflavík í úrvaldsdeild í körfubolta til ársins 2008.