Tesla er ekki nema 10 ára gamall bílaframleiðandi og er nú 20 milljarða dollara virði. Áætlað er að framleiðandinn muni selja um 20 þúsund bíla þetta árið.

Þrátt fyrir að vera ekki með meira en eina prósentu af mánaðarlegri sölu Ford í Bandaríkjunum þá er markaðsvirði fyrirtækisins einn þriðji af virði Ford. Ásamt þessu er Tesla orðið meira virði en Suzuki, Mazda og Fiat.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa aldrei verið verðmætari en þau hafa hækkað gífurlega undanfarið vegna fregna um söluaukningu um 33 þúsund prósent á einu ári sem gerir Model S þriðja mest selda lúxusfólksbifreið.

Hlutabréf Tesla hafa hækkað um 390% það sem af er ári.