Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst safna um fimm milljörðum dollara, andvirði 690 milljarða króna, með útgáfu nýrra hlutabréfa. Nýta á fjármagnið í fjárfestingar en félagið hyggst hefja framleiðslu á pallbílnum Cybertruck og vörubílnum Semi á næstu misserum.

Sjá einnig: Gengi Apple og Tesla lækkar á ný

Enn fremur er félagið meðal annars að ráðast í framkvæmdir í Texas og Þýskalandi. Nýju hlutirnir verða verðlagðir miðað við núverandi markaðsvirði hverju sinni. Umfjöllun á vef Financial Times.

Haft er eftir greinanda frá Wedbush að ákvörðunin sé skynsamleg. Segir hann að félagið hafi iðulega nýtt sér hátt gengi hlutabréfa til að fjármagna rekstur og styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Fjármagnið sem félagið hyggst safna í þetta sinn er ríflega eitt prósent af heildar markaðsvirði félagsins.