Bygging ‘Gíga-verksmiðjunnar’ svokölluðu, sem mun framleiða rafhlöður í rafbíla Tesla Motors í hlutfalli við eftirspurn, gengur samkvæmt áætlunum. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að félagið neyðist til að endurgreiða skattaívilnanirnar sem það hlaut frá bandarískum stjórnvöldum.

Samið var um að Tesla myndi skapa í það minnsta 700 langtímastörf við verksmiðjuna og byggingu hennar. Staðreyndin er sú að færri en 100 manns hafa verið ráðnir til verksmiðjunnar, og að mánaðarlegur launakostnaður félagsins er 2,9 milljónir dala en ekki þær 40 milljónir sem búist hafði verið við.

Verksmiðjan sjálf er ekki tilbúin, en þrátt fyrir það er hún starfandi. Rétt rúmlega fimmtungur hennar er tilbúinn. Þegar hefur félagið hafist handa við framleiðslu Powerwall heimarafhlöðum, sem myndu gera heimilisfólki kleift að vera margfalt skilvirkari með rafmagn sitt.

Ívilnanir til fyrirtækisins námu rúmlega einum milljarði bandaríkjadala, eða um 130 milljörðum íslenskra króna.