Líkur á að Teva Pharmaceutical Industries Ltd., stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims, blandi sér í uppboðsslag um Actavis eru ekki taldar miklar.

Hugsanlegt er að félagið hafi áhuga á einhverjum einingum Actavis hafði Reuters eftir Bill Marth stjórnanda Teva í Bandaríkjunum.

Teva er talið líklegasti kaupandinn að þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm sem hefur verið í sölu um skeið. Sömuleiðis er félagið að melta kaupin á keppinautnum Barr Pharmaceuticals sem það greiddi 7,46 miljarða Bandaríkjadala fyrir.

Þegar Barr var til sölu var Actavis nefnt til sögunnar sem líklegur kaupandi enda þá gerandi á samheitalyfjamarkaðinum.

Með kaupunum á Barr jók Teva starfsemi sína í Bandaríkjunum og Evrópu verulega.