Fjarskiptafyrirtækið Teymi hefur gefið út skuldabréf að virði 380 milljónir króna og hefur flokkurinn verið skráður í Kauphöll Íslands, segir í tilkynningu.

Landsbanki Íslands sá um söluna á bréfunum, en heildarheimild flokksins nemur 2,5 milljörðum króna. Ekki kemur fram í tilkynningunni í hvað fyrirtækið hyggst nota fjármagnið.

Bréfin falla á gjalddaga þann 1. ágúst árið 2011 og bera 6,5% nafnvexti og eru verðtryggð.