[ TEYMI ] Tap Teymis á öðrum ársfjórðungi var 610 milljónir kórna, samanborið við 4,9 milljarða króna tap á fyrsta ársfjórðungi.

Tekjur jukust um 7% frá fyrsta fjórðungi og námu 6,4 miljörðum króna.

EBIT hækkar í 551 milljón króna úr 523 milljónum á fyrsta fjórðungi.

Stefnt er að afskráningu félagsins.

„Afkoma félagsins á ársfjórðungnum er að okkar mati viðunandi í ljósi þess ástands sem ríkir í efnahagsumhverfinu,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis í tilkynningu.

„Innri vöxtur er mjög góður, EBITDA afkoma góð og sjóðstreymi frá rekstri er sterkt. Gengisfall krónunnar hefur hins vegar leitt til hækkunar á vaxtaberandi skuldum og hlutfallslega minni EBITDA framlegðar en á síðastliðnu ári. Undir lok annars ársfjórðungs ákváðum við að nýta okkur myntbreytingarheimild í lánasamningi okkar sem léttir verulega á vaxtabyrði félagsins. Einnig hefur verið gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða sem þegar eru farnar að skila sér og endurspeglast í afkomu annars ársfjórðungs.“