Internet á Íslandi ehf. (ISNIC) greiddi 162 milljónir króna í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006. Þorri arðgreiðslna runnu til Teymis sem átti 93% hlut í ISNIC á þeim tíma. Til viðbótar lét Teymi ISNIC lána sér allt að 74 milljónir króna á síðari hluta tímabilsins. Því tók Teymi rúmlega 200 milljónir króna út úr ISNIC á fimm árum. Þetta kemur fram í ársreikningum ISNIC frá árunum 2002-2007.

Ríkissjóður seldi 22% hlut sinn í ISNIC til Íslandssíma, sem síðar rann inn í Teymi, á 78 milljónir króna árið 2000. Skömmu áður hafði Háskóli Íslands selt 27,6% hlut sinn í félaginu á um 83 milljónir króna. Um helmingshlutur ríkisins og háskólans var því seldur til einkaaðila á samtals 161 milljón króna, eða um 68% af þeirri upphæð sem eigendur greiddu sér út úr ISNIC á því tímabili sem Teymi var aðaleigandi félagsins.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.