Hannes Frímann Hrólfsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Kaupþings, þarf að greiða þrotabúi Kaupþings 1,1 milljarð króna ásamt vöxtum vegna lána sem hann fékk til að kaupa hlutabréf í bankanum á árunum 2005 til 2007.  Fram kemur í dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, að Hannes gerði á sínum tíma nokkra samninga um kaup á hlutabréfunum en aðeins tveir þeirra kváðu á um takmarkaða ábyrgð sem miðaðist við 10% af lánsfjárhæðinni.

Hannes hafði nokkrum dögum áður en bankinn fór í þrot fært lánin og hlutabréf sín í bankanum inn í einkahlutafélag.

Dómur Héraðdóms