Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, og fyrrverandi ráðherra, mun hafa fengið nóg af frammíköllum í umræðum um  leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Hann sagði nóg komið og ekki hægt að hafa leiðindafriðarspilli gjammandi endalaust. Svo sagði hann Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja.

Eins og RÚV lýsir málinu greindi Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags-og viðskiptanefndar, frá breytingartillögum á frumvarpi um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og sagði að þær hefðu ekki áhrif á umfang leiðréttingarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar drógu í efa að aðgerðirnar gætu verið farsælar og myndu þær setja álag á ríkissjóð auk þes sem þær hjálpuðu ekki þeim sem mest þyrftu á þeim að halda, m.a. fólki á leigumarkaði.

Á meðan Steingrímur talaði var talsvert um frammíköll, m.a. frá Vigdísi. Steingrímur mun þó lengst af hafa haldið ró sinni.

Þing­fundi lauk rúm­lega eitt í nótt á Alþingi.