*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 3. september 2020 16:15

ÞG Verk bauð lægst í nýtt þinghús

Munur á lægstu tveimur tilboðum í uppsteypu og lokafrágang við nýja skrifstofubyggingu Alþingis var 0,6% til 1%.

Ritstjórn

ÞG Verk bauð lægst í byggingu skrifstofubyggingar á Alþingisreit voru opnuð hjá Rík­is­kaup­um í dag. Ístak bauð næst lægst en 0,6%-1% munaði á tilboðum ÞG Verks og Ístak. Bæði tilboðin náum ríflega 3 milljörðum króna og voru undir kostnaðaráætlun sem nam 3,27 milljörðum króna.

Þá sendu Eykt og Rizzani de Eccher inn tilboð sem voru yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin verða yfirfarin af Framkvæmdasýslu ríkisins og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið.

Útboðið var tvíþætt; annars vegar var boðið í byggingu grunnhúss á fjórum hæðum (verk A), hins vegar grunnhúss að viðbættri 5. hæð (verk B).

Um er að ræða byggingu sjálfs hússins, þ.e. jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðar- og lóðarfrágang. Áður var búið að bjóða út jarðvegsframkvæmdir og vinnslu steinklæðningar sem verður utan á húsinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í október. Verklok eru áætluð í lok febrúar 2023.

Í byggingunni sem rís á milli Kirkjustrætis, Vonarstrætis og Tjarnargötu verða skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstaða fyrir þingflokka og starfsfólk þeirra, fundaherbergi fastanefnda og vinnuaðstaða fyrir starfsfólk nefndanna. Öll þessi aðstaða er nú í leiguhúsnæði. Þá er gert ráð fyrir mötuneyti í nýbyggingunni.

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með byggingaframkvæmdunum en hönnunarteymið er skipað fulltrúum Studio Granda og EFLA.

Tilboð í nýtt þinghús:

Stikkorð: Alþingi Eykt Ístak þinghús ÞG Verk