Thomas Möller gekk til liðs við Investis ehf í ársbyrjun 2018 sem meðeigandi og fyrirtækjaráðgjafi. Hann  er hagverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Berlín og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Thomas er sérfræðingur í verðmati fyrirtækja, rekstrarstjórnun og verkefnastjórnun og hefur starfað við stjórnun og rekstur meðal annars hjá Eimskip, Olís, Thorarensen Lyf, Aalborg Portland, Rekstrarvörum og nú síðast hjá Rými Ofnasmiðjunni sem meðeigandi og framkvæmdastjóri.

Hann hefur kennt stjórnun við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst og haldið stjórnunarámskeið á undanförnum árum um ýmiss svið stjórnunar og rekstrar

Starfssvið Investis er umsjón með sölu, sameiningum og kaupum fyrirtækja, arðsemis-og áhættugreiningar, umsjón með fjármögnun verkefna og gerð viðskiptaáætlana.

Samstarfsmaður og meðeigandi Thomasar í Investis er Haukur Þór Hauksson.