*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 21. ágúst 2019 17:00

Þórarinn kaupir fyrir 5 milljónir

Stjórnarformaður Reita, Þórarinn V. Þórarinsson, á nú að andvirði 5,6 milljónir króna í félaginu.

Ritstjórn
Þórarinn V. Þórarinsson er stjórnarformaður Reita.
Haraldur Guðjónsson

Þórarinn V. Þórarinsson, sem setið hefur í stjórn fasteignafélagsins Reita frá árinu 2009, hefur keypt fyrir rétt tæplega 5 milljónir króna í félaginu.

Áður átti hann bréf í félaginu fyrir tæplega 600 þúsund krónur svo eftir kaupin á 66.312 hlutum nú á hann í heildina 74.186 hluti, og er markaðsvirði þeirra því rétt tæplega 5,6 milljónir króna.

Kaupverðið var 75,4 krónur, en lokagengi bréfa félagsins nam 75,2 krónum við lok viðskipta í kauphöllinni í dag.