*

mánudagur, 1. mars 2021
Fólk 6. janúar 2021 08:57

Þórdís Björk ráðin til Smartmedia

Smartmedia hefur fengið Þórdísi Björk Þórisdóttur til liðs við sig, en hún hefur starfað sjálfstætt við uppsetningu vefverslana.

Ritstjórn
Þórdís Björk Þórisdóttir er nýr þjónustufulltrúi veflausna hjá Smartmedia.
Aðsend mynd

Smartmedia hefur ráðið Þórdísi Björk Þórisdóttur sem þjónustufulltrúi veflausna en hún starfaði áður sjálfstætt við uppsetningar á vefverslunum og upplýsingasíðum, með sérstakri áherslu á WordPress og WooCommerce.

Þórdís lagði stund á vefþróun í Tækniskólanum og segist hún alltaf hafa „haft mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur vefmálum og þá sérstaklega aðgengi og notendaupplifun“. Þórdís kemur frá Akureyri og er í sambúð með Richard Germain en saman eiga þau einn son.

Hjörvar Hermannsson, framkvæmdastjóri Smartmedia segist afar ánægður með nýjan starfskraft fyrirtækisins sem hefur stækkað ört samhliða netverslun á árinu sem líður.

„Við höfum lagt mikla áherslu á að auka enn frekar gæði þjónustu okkar við viðskiptavini sem og bæta notendaupplifun viðskiptavina þeirra í netverslunum og Þórdís kemur sterk inn í þá vinnu,“ segir Hörvar. „2020 hefur svo sannarlega flýtt þróun netverslana og það hefur verið mikið ævintýri fyrir Smartmedia teymið að taka þátt í þeim framförum.“