Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums, ákvað að takast á við nýtt verkefni um síðustu áramót þegar hann gerðist hluthafi í bílaþvottastöðinni Lindinni. Hann segist fyrst og fremst hafa verið að aðstoða félaga sinn sem hafði unnið hjá fyrirtækinu í þrettán ár.

Félagi hans, Róbert Reynisson, hafði unnið sem rekstarstjóri bílaþvottastöðvarinnar Löðurs en þegar tækifæri gafst til ákvað hann að kaupa stöðina í Bæjarlindinni af Leðri. Hann fékk Þórð Má í lið með sér, keypti stöðina, breytti nafninu á henni í Lindina og ákvað að reka hana sjálfstætt.

Róbert útilokar ekki að Lindin muni færa út kvíarnar og opna aðrar stöðvar. „ Ef við finnum einhverja góða staðsetningu fyrir stöð, að þá er það alveg eins,“ segir Róbert. Hann segir að stöðinn í Bæjarlindinni sé ein vinsælasta stöð sinnar tegundar á landinu. Stöðin geti afkastað fimmtíu bílum á klukkutíma. En það þýðir ekki að það komi fimmtíu bílar á klukkutíma. Það er misjafnt eftir dögum og árstíð,“ segir Róbert.