Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Hún var í 2. sæti á lista flokksins í síðustu kosningum.

ÞIngmennirnir Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafa gefið kost á sér í sæti Þorgerðar Katrínar.

Þorgerður Katrín hefur setið á þingi frá árinu 1999 og var menntamálaráðherra á árunum 2004 til 2009. Þá var hún varaformaður flokksins í fimm ár.