Þorvaldur Þorláksson hefur verið ráðinn deildarstjóri þjónustu- og lausnasölu hjá Nýherja. Markmiðið með ráðningu Þorvaldar er að styrkja enn frekar kynningu og ráðgjöf á þjónustu Nýherja við rekstur upplýsingatæknikerfa fyrirtækja, þar sem hagvæmni og aukin gæði eru leiðarljós Nýherja. Stutt er síðan Finnur Oddsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var ráðinn aðstoðarforstjóri fyrirtækisins.

Fram kemur í tilkynningu að Þorvaldur hefur fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi. Frá árinu 2010 hefur hann leitt uppbyggingu og rekstur nýsköpunarhúss O2 fyrir Viðskiptaráð Íslands en áður var hann framkvæmdastjóri SMI Iceland ehf. (Smáratorg). Árin 2003 til 2007 var hann framkvæmdastjóri Bónusvídeós og markaðsstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Smáralindar á árunum 2000-2003. Þá starfaði Þorvaldur á árunum 1996-2000 hjá Tæknivali, m.a. sem gæða- og innkaupastjóri.

Þorvaldur er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann er í sambúð með Helgu Þóru Árnadóttur og eiga þau 2 syni.