Þrettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Fréttablaðið og Vísi í dag. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum.

Rannsóknin varðar ólöglegt verðsamráð og hefur staðið í rúm þrjú ár. Hátt í fjörutíu voru handteknir vegna hennar árið 2011 og húsleitir gerðar hjá fyrirtækjunum. Í tilkynningu frá BYKO segir að ákæruefni séu þannig að eðlilegt sé að einn starfsmaður fari í leyfi þar til dómstólar hafa dæmt um sýkn eða sekt. Þetta er þáverandi framkvæmdastjóra fagsölusviðs BYKO, sem gegnir nú öðrum störfum.