Um þriðjungur af stærstu fyrirtækjum heims mun tímabundið hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum eða eru líkleg til þess, samkvæmt könnun Alþjóðasamtaka auglýsenda (WFA).

Um 41% af svarendum könnunarinnar sögðust vera óvissir um þátttöku í herferðinni #StopHateForProfit sem felst í að stöðva auglýsingaherferðir vegna hatursorðræðu á stafrænum verkvöngunum (e. digital platforms).

Fyrirtæki sem hafa tímabundið hætt að auglýsa á samfélagsmiðlum eru meðal annars Unilever, Verizon, Adidas, Coca-Cola, Ford og HP. Sum fyrirtæki hafa einungis hætt að auglýsa á Facebook í einn mánuð en aðgerðir annarra fyrirtækja ná til fleiri samfélagsmiðla og í allt að sex mánuði.

Auglýsingastofur innan WFA vega um 90% auglýsingaútgjöldum um heiminn. Könnunin náði til 58 meðlimi samtakanna sem saman eru ábyrgir fyrir meira en 90 milljarða dollara af auglýsingaútgjöldum.

„Í allri hreinskilni, þá virðist þetta vera tímamót“, er haft eftir Stephan Loerke, forstjóri WFA, í frétt Financial Times . „Það sem er sláandi er fjöldi vörumerkja sem segjast vera að endurskoða langtíma úthlutun til fjölmiðla og krefjast kerfisbundna breytinga í viðbrögðum verkvanga gagnvart kynþáttamismunun, hatursorðræðu og skaðlegra ummæla,“ sagði Loerke.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið hyggst stöðva hatursorðræðu í auglýsingum og vernda betur hópa líkt og innflytjendur. Hlutabréfaverð Facebook lækkaði um tæp 17% á föstudaginn en gengi bréfanna hefur hækkað aftur um meira en 2% það sem af er degi.