Þrír af þeim fjórum sem sérstakur saksóknari hefur ákært vegna gruns um meinta markaðsmisnotkun í aðdraganda bankahrunsins mættu í fyrirtöku í Al Thani-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fyrirtakan hófst klukkan kortér yfir eitt.

Hinir ákærður eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, löngum kenndur við Samskip en hann var á meðal stærstu hluthafa bankans. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti ekki við fyrirtökuna í dag. Hann mætti hins vegar einn í dómssal um miðjan mánuðinn þegar málið var fyrst á dagskrá og lýsti yfir sakleysi sínu.

Fjórmenningarnir eru sakaðir um markaðsmisntlkun og sýndarviðskipti í tengslum við kaup Al Thanis frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna örfáum dögum áður en ríkið tók hann yfir haustið 2008. Bankinn lánaði honum fyrir kaupunum og fóru peningarnir m.a. í gegnum félög Ólafs Ólafssonar.

Al Thani
Al Thani
Hér má sjá þá Hreiðar Má Sigurðsson og Ólaf Ólafsson ásamt verjendum sínum. Magnús Guðmundsson situr aftan við þá við hlið Gests Jónssonar lögmanns.